- Auglýsing -
Undanúrslitaleikir Meistaradeildar karla vegna leiktíðarinnar 2019/2020 fara fram í kvöld. Barcelona og PSG mætast klukkan 17 og Veszprém og Kiel tveimur og hálfri stund síðar. Að vanda fara leikirnir undanúrslita fram í Lanxess-Arena í Köln. Aron Pálmarsson er með Barcelona í Köln en ekki hefur verið slegið föstu hvort hann tekur þátt í þátt í leikjunum. Íslenskir handknattleikmenn og þjálfara hafa komið sögu keppninnar á síðustu árum, ekki síst Aron. Handbolti.is hefur tekið saman nokkrar staðreyndir um Íslendinga í Meistarardeild Evrópu.
- Aron Pálmarsson vann Meistaradeild Evrópu 2010 og 2012 með THW Kiel.
- Ólafur Gústafsson vann Meistaradeild Evrópu 2014 með Flensburg.
- Guðjón Vaur Sigurðsson vann Meistaradeild Evrópu 2015 með Barcelona
- Ólafur Stefánsson vann Meistaradeild Evrópu með Magdeburg 2002, og Ciudad Real 2006, 2088, 2009.
- Alfreð Gíslason er eini íslenski þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina, 2002 með Magdeburg og 2010 og 2012 með Kiel. Bæði tímabilin tapaði liði bara einum leik í deildinni hvort tímabil.
- Önnur verðlaun Íslendinga í Meistaradeild Evrópu:
- Aron Pálmarsson fékk silfur 2016 með Veszprém, brons með sama liði 2017 og brons með Barcelona 2019.
- Ólafur Stefánsson hlaut silfur 2005 með Ciudad Real, brons með Rhein-Neckar Löwen 2011 og 2012 með AG Köbenhavn.
- Guðjón Valur Sigurðsson fékk brons með Rhein-Neckar Löwen 2011 og aftur með AG Köbenhavn 2012 og silfurverðlaun með THW Kiel 2014.
- Róbert Gunnarsson var hlaut bronsverðlaun með Rhein-Neckar Löwen 2011 og með PSG 2016.
- Arnór Atlason fékk bronsverðlaun með AG Köbenhavn 2012.
- Snorri Steinn Guðjónsson fékk bronsverðlaun með AG Köbenhavn 2012.
- Þórir Ólafsson hlaut bronsverðlaun með Vive Kielce 2013.
- Alfreð Gíslason var þjálfari THW Kiel þegar liðið vann til silfurverðlauna 2014.
- Guðmundur Þórður Guðmundsson var þjálfari Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann til brosnverðlauna 2011.
- Aron Pálmarsson var valinn leikmaður úrslitahelgarinnar 2014 og 2016.
- Íslenskt lið lék einu sinni til úrslita í forvera Meistaradeildar Evrópu, Evrópukeppni meistaraliða sem var undir handajaðri Alþjóða handknattleikssambandsins. Valur lék til úrslita í keppninni 1980 en tapaði fyrir TV Großwallstadt í úrslitaleik í München, 21:12.
- Auglýsing -