Orri Freyr Þorkelsson og samherjar í norska meistaraliðinu Elverum fögnuðu á heimavelli í kvöld þegar þeir unni sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Elverum lagði Slóveníumeistara Celje, 31:29, í hörkuspennandi og jöfnum leik í sjöttu umferð.
Leikmenn Celje sóttu hart að Elverum á endasprettinum og skoraði m.a. tvö af þremur síðustu mörkunum. Það dugði þeim ekki. Leikmenn Elverum fögnuðu ákaft í Terningen Arena.
Orri Freyr skoraði tvö mörk í þremur skotum fyrir Elverumliðið sem lyfti sér með sigrinum upp úr botnsæti B-riðils. Tobias Grøndahl var markahæstur hjá norsku meisturunum með átta mörk. Stefan Zabic skoraði einnig átta sinnum fyrir Celje.
Íslendingar stóðu í ströngu
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar, stóðu í ströngu í Zagreb í kvöld þegar þeir dæmdu viðureign PPD Zagreb og Dinamo Búkarest í A-riðli. Andrii Akimenko skoraði sigurmark Dinamo úr vítakasti, 29:28, eftir að leiktíminn var á enda eins og sjá má á myndskeiði neðst í þessari frétt.
Zagreb var aðeins einu sinni undir í leiknum, þegar upp var staðið.
Dinamo er í sjötta sæti A-riðils með fimm stig. Zagreb er tveimur stigum á eftir í sjöunda og næsta síðasta sæti.
Last second penalty win for Dinamo Bucharesti.
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) November 2, 2022
Was that a penalty? 🤔 https://t.co/bFlKcOjgzb