- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndskeið: Aron fór á kostum á gamla heimavellinum

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik flytur heim til Íslands í sumar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og lék afar vel í kvöld þegar Aalborg Håndbold fór með annað stigið heim frá heimsókn sinni til þýska stórliðsins THW Kiel í sjöttu umferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 36:36, voru lokatölur í Wunderino-Arena-Kiel.


Norðmaðurinn Sebastian Barthold skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði metin fyrir Aalborg þegar um hálf mínúta var eftir af leiktímanum.


Auk markanna sex gaf Aron fjórar stoðsendingar í heimsókninni á gamla heimavöllinn.


Mikkel Hansen var markahæstur með sjö mörk. Jesper Nielsen og Mads Hangaard skoruðu fimm mörk hvor. Arnór Atlason aðstoðarþjálfari Aalborg stóð að vanda vaktina með Stefan Madsen þjálfara.


Eric Johansson skoraði níu mörk fyrir Kiel auk þriggja stoðsendinga. Austurríkismaðurinn Nikola Bilyk var næstur með sjö mörk.


Kiel var marki yfir í leikhlé, 17:16. Annars var leikurinn hnífjafn og spennandi nánast frá upphafi til enda og leikur beggja liða afar góður.


Hér má sjá Aron jafna metin, 35:35.

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -