FH fór upp í annað sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á ungmennaliði Vals, 28:22, í síðasta leik fjórðu umferðar deildarinnar. Leikið var á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 9:9, þegar varnarleikurinn réði ríkjum á báðum endum vallarins.
FH hefur það með sex stig í öðru sæti deildarinnar, stigi á undan ÍR en tveimur stigum á eftir Gróttu sem ekki hefur tapað stigi fram til þessa. ÍR á leik til góða á FH og Gróttu.
Valur er án stiga í næsta neðsta sæti en hefur aðeins lokið þremur leikjum.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 7, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 6, Thelma Dögg Einarsdóttir 5, Emma Havin Sardardóttir 3, Ivana Meincke 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 1, Telma Medos 1, Vera Víglundsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 6.
Mörk Vals: Karlotta Óskarsdóttir 7, Ásrún Inga Arnarsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 1, Vala Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15.
Staðan í Grill 66-deild kvenna:
Grótta | 4 | 4 | 0 | 0 | 129:95 | 8 |
FH | 4 | 3 | 0 | 1 | 104:97 | 6 |
ÍR | 3 | 2 | 0 | 1 | 86:57 | 5 |
Víkingur | 4 | 2 | 0 | 2 | 114:107 | 4 |
Fram U | 4 | 2 | 0 | 2 | 110:109 | 4 |
Afturelding | 3 | 1 | 1 | 1 | 76:74 | 3 |
Fjölnir/Fylkir | 3 | 1 | 0 | 2 | 64:82 | 2 |
Valur U | 3 | 0 | 0 | 3 | 68:84 | 0 |
HK | 4 | 0 | 0 | 4 | 102:148 | 0 |
Margar frábærar myndir Brynju T. ljósmyndara frá leiknum er að finna á Facebooksíðu FH.