- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kom að því að stig tapaðist

Oddur Gretarsson á fullri ferð í leik með Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Balingen-Weilstetten, sem Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með, tapaði í kvöld sínu fyrsta stigi í þýsku 2. deildinni þegar liðið gerði jafntefli í heimsókn til Dessau-Roßlauer HV í Anhalt-Arena, 28:28. Eftir að hafa unnið marga háspennuleiki á síðustu sekúndum með eins marks mun tókst leikmönnum Balingen-Weilstetten ekki að gera það í kvöld. Þeir voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.


Oddur skoraði sex mörk fyrir Balingen-Weilstetten, eitt þeirra úr vítakasti. Daníel Þór Ingason lét lítið til sín taka í sóknarleiknum en var þeim mun ákveðnari í vörninni. Honum var einu sinni vísað af leikvelli. Sannarlega átti Daníel Þór einnig eitt markskot sem geigaði og eina stoðsendingu.

Með þriggja stiga forskot

Balingen-Weilstetten hefur nú 21 stig eftir 11 leiki og er þremur stigum á undan andstæðingi kvöldsins, Dessau-Roßlauer HV. Eisenach situr í þriðja sæti með 17 stig og leik til góða við Nordhorn á sunnudaginn.


Tumi Steinn Rúnarsson er ekki kominn á fullt skrið ennþá eftir að hafa gengist undir kviðslitsaðgerð í síðasta mánuði. Hann var þar af leiðandi ekki með Coburg í kvöld þegar liðið sótt Lübeck-Schwartau heim og tapaði, 27:25. Coburg er í 9. sæti með 11 stig.


Ekki gengur sem skildi hjá úkraínska meistaraliðinu Motor Zaporizhzia. Liðið tapaði áttunda leiknum í kvöld, og nú á heimavelli á móti Konstanz, 28:27. Motor leikur heimaleiki sína í Düsseldorf.


Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor en aðalþjálfari liðsins er Íslandsvinurinn Gintaras Savukynas. Motor er í 18. sæti og þriðja neðsta sæti með fjögur stig eftir 11 leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -