- Auglýsing -
- Ljóst er að leikstjórnandinn þrautreyndi, Pavel Atman, verður ekki með Rússum á HM í handknattleik. Hann meiddist á mjöðm fyrir skömmu og nú hefur komið í ljós að Atman verður frá keppni í þrjá til fjóra mánuði af þessum sökum.
- Janko Bozovic er úr leik með austurríska landsliðinu á HM. Hann meiddist á hásin. Bozovic hefur leikið stórt hlutverki í austurríska landsliðinu sem gæti mætt íslenska landsliðinu í milliriðlakeppni HM. Bozovic var t.d. ellefti markahæsti leikmaður EM í byrjun síðasta árs. Breiddin var ekki mikil fyrir í austurríska landsliðinu og þess vegna er fjarvera Bozovic áfall fyrir liðið sem þegar saknar síns besta manns, Nikola Bilyk, leikmanns Kiel. Bilyk sleit krossband í september.
- Fleiri fréttir af meiðslum. Luka Stepancic er meiddur á ökkla og verður ekki með Króötum á HM. Landi hans Igor Karacic er sagður í kapphlaupi við tímann vegna meiðsla.
- Danski markvörðurinn Mike Jensen yfirgefur Balingen, liðið sem Oddur Grétarsson landsliðsmaður leikur með, við lok leiktíðar. Jensen hefur samið við Magdeburg og verður þar með samherji Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Jensen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Magdeburg. Landi hans Jannick Green verður áfram hjá liðinu og því danskt markvarðarpar hjá Magdeburg leiktíðina 2021/2022.
- Auglýsing -