Ekkert virðist getað stöðvað franska landsliðið, fremur en það norska, á Evrópumótinu í handknattleik kvenna. Frakkar unnu Svartfellinga með átta marka mun í kvöld, 27:19. Svartfellingar voru fyrir leikinn í kvöld taplausir eftir góða leiki í riðlakeppni mótsins. Þar af leiðandi stóðu vonir til þess að þeir gætu gert Frökkum skráveifu að þessu sinni. Sú varð nú aldeilis ekki raunin.
Frakkar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9, og réðu lögum og lofum í síðari hálfleik. Svartfellingar, undir stjórn Bojönu Popovic fengu ekki rönd við reist.
Mörk Frakklands: Pauletta Foppa 6, Chloe Valentini 4, Laura Flippes 4, Orlane Kanor 4, Alicia Toublanc 3, Grace Zaadi 2, Tamara Horacek 2, Onacia Ondono 1, Oceane Sercien 1.
Varin skot: Cléopatre Darleux 12, 41% – Floriane Andre 1, 33%.
Mörk Svartfjallalands: Jovanka Radicevic 6, Ivona Pavicevic 3, Tatjana Brnovic 2, Milena Raicevic 2, Djurdjina Jaukovic 2, Matea Pletikosic 1, Ivana Godec 1, Itana Grbic 1, Djurdjina Malovic 1.
Varin skot: Mariana Rajcic 6, 27% – Marta Batinovic 4, 27%.
Vonir Hollendinga dvína
Hollendingum luku sínum þriðja leik í röð án sigurs í fyrri viðureign á EM kvenna í kvöld. Hollenska liðið gerði jafntefli við spænska landsliðið, 29:29, í Skopje.
Hollendingar áttu þess kost að tryggja sér stigin í síðustu sókn leiksins en ruðningur var dæmdur á Estvönu Polman þegar hún taldi sig hafa skorað sigurmark leiksins.
Maitane Echeverria jafnaði metin fyrir Spán, 29:29, þegar 22 sekúndur voru til leiksloka.
Vonir Hollendinga um sæti í undanúrslitum mótsins hafa dvínað verulega.
Spánn var með yfirhöndina fram í síðari hálfleik þegar Holland komst yfir í fyrsta sinn, 21:20, eftir að hafa skorað átta af síðustu 10 mörkum leiksins.
Mörk Hollands: Merel Freriks 6, Inger Smits 6, Laura Van Der Heijden 5, Estavana Polman 4, Zoe Sprengers 2, Antje Malestein 2, Nikita Van Der Vliet 1, Rinka Duijndam 1, Bo Van Wetering 1, Catharina Molenaar 1.
Varin skot: Rinka Duijndam 5, 22% – Yara ten Holte 1, 8%.
Mörk Spánar: Paula Valdivia 4, Alexandrina Cabral 4, Paula Arcos 3, Arrojeria Arantzazistro 3, Jennifer Gutierrez 3, Soledad Lopez 3, Silvia Arderius 2, Nicole Wiggins 2, Carmen Campos 1, Maitane Echeverria 1, Alba Spugnini 1, Kaba Gassama 1, Lysa Tchaptchet 1.
Varin skot: Nocole Sancho 9, 24% – Maddi Rotaetxe 0.
Staðan í milliriðli 2:
Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 88 – 64 | 6 |
Svartfjallaland | 3 | 2 | 0 | 1 | 78 – 75 | 4 |
Spánn | 4 | 1 | 1 | 2 | 102 – 108 | 3 |
Holland | 4 | 1 | 1 | 2 | 110 – 119 | 3 |
Þýskaland | 3 | 1 | 0 | 2 | 82 – 80 | 2 |
Rúmenia | 3 | 1 | 0 | 2 | 77 – 91 | 2 |
EM kvenna22 – milliriðlakeppni leikjadagskrá, úrslit.