Annað árið í röð er Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og franska liðsins Nantes í kjöri á efnilegasta handknattleikskarli heims sem vefsíðan handball-planet stendur fyrir níunda árið í röð.
Handball-Planet hefur staðið fyrir kjöri á efnilegasta leikmanni heims á hverju ári frá 2014. Valinn er sá efnilegasti í hverri stöðu á leikvellinum annarsvegar og síðan einn sem er sá efnilegasti af öllum hópnum.
Viktor Gísli er einn fjögurra markavarða sem nefndur er til sögunnar en í kjörinu stendur valið á milli fjögurra leikmanna í hverri stöðu.
Þeir sem vilja greiða Viktori Gísla atkvæði sitt (hver vill það ekki?) smella hér þá opnast gluggi með myndum og nöfnum þeirra fjögurra markvarða sem valið stendur á milli. Þar smellt í hringinn vinstra megin við nafn Viktors Gísla. Eftir það skal velja reitinn “vote” fyrir neðan nöfnin til að koma atkvæðinu til skila.
Hópur fjölmiðlamanna í Evrópu tilnefndi leikmenn í hverja stöðu og síðan er það lesenda að velja á milli fjögurra handknattleiksmannanna sem allir eru fæddir árið 2000 eða síðar.
Þeir sem hreppt hafa hnossið, efnilegasti handknattleikskarl ársins til þessar eru:
2014 – Alex Dujshebaev.
2015, 2016, 2017 – Sander Sagosen.
2018 – Dika Mem.
2019 – Magnus Rød.
2020 – Luis Frade.
2021 – Mathias Gidsel.