- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HK, Víkingur og Fjölnir unnu – úrslit og staðan

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK heldur sínu striki í Grill 66-deild karla því ekki tókst ungmennaliði Selfoss að leggja stein í götu Kópavogsliðsins í viðureign liðanna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. HK var með talsverða yfirburði nánast frá upphafi og skoraði tvöfalt fleiri mörk en heimaliðið þegar upp var staðið, 38:19. HK hefur þar með 13 stig þegar sjö leikir eru að baki og hefur talsvert forskot á hin liðin sem eiga möguleika á að flytjast upp úr deildinni næsta vor.

Nú gekk illa í síðari hálfleik

Þórsarar léku illa í fyrri hálfleik gegn Haukum U í síðustu umferð á heimavell og bitu ekki úr nálinni með það í síðari hálfleik. Í kvöld snerust hlutirnir við hjá Akureyrarliðinu er það heimsótti Víkinga í Safamýri. Að þessu sinni datt botninn úr leik Þórs í síðari hálfleik. Liðið skoraði aðeins átta mörk og tapaði með fjögurra marka mun, 31:27. Víkingar voru virkilega brattir í síðari hálfleik eftir að þeim tókst að koma böndum yfir sóknarleik Þórsara.

Einstefna í Dalhúsum

Fjölnir vann annan leik sinn í röð í kvöld er þeir lögðu Kórdrengi með talsverðum yfirburðum í Dalhúsum, 38:29. Fjölnismenn voru ekkert að hleypa Kórdrengjum upp á dekk snemma leiks sem varð til þess að 12 marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 19:7. Þar af leiðandi var nánast formsatriði að ljúka síðari hálfleik.

Selfoss U – HK 19:38 (10:17)
Mörk Selfoss U.: Hans Jörgen Ólafsson 7, Sigurður Snær Sigurjónsson 4, Sæþór Atlason 3, Anton Breki Hjaltason 2, Gunnar Flosi Grétarsson 1, Gunnar Kári Bragason 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 10, Karl Jóhann Einarsson 2.
Mörk HK: Símon Michael Guðjónsson 6, Sigurður Jefferson Guarino 5, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 5, Kristófer Ísak Bárðarson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Kári Tómas Hauksson 3, Júlíus Flosason 3, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Styrmir Máni Arnarsson 1, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Arnór Róbertsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 9, Róbert Örn Karlsson 3.

Víkingur – Þór Ak 31:27 (18:19).
Mörk Víkings: Halldór Ingi Óskarsson 7, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Halldór Ingi Jónasson 5, Arnar Gauti Grettisson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 3, Marinó Gauti Gunnlaugsson 3, Styrmir Sigurðarson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Igor Mrsulja 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 15.
Mörk Þór Ak.: Arnór Þorri Þorsteinsson 8, Josip Vekic 6, Kostadin Petrov 5, Jón Ólafur Þorsteinsson 3, Jonn Rói Tórfinnsson 3, Aron Hólm Kristjánsson 2.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 14.


Fjölnir – Kórdrengir 38:19 (19:7).
Mörk Fjölnir: Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 7, Viktor Berg Grétarsson 5, Elvar Þór Ólafsson 5, Benedikt Marinó Herdísarson 5, Bernhard Snær Petersen 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Sigurður Örn Þorsteinsson 3, Ríkharður Darri Jónsson 3, Aron Breki Oddnýjarson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 1.
Varin skot: Andri Hansen 12, Bergur Bjartmarsson 1.
Mörk Kórdrengja: Arne Karl Wehmeier 4, Egidijus Mikalonis 3, Egill Björgvinsson 3, Guðmundur Rögnvaldsson 3, Logi Aronsson 2, Albert Garðar Þráinsson 2, Gísli Hafþór Þórðarson 1, Gunnar Valur Arason 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 10, Viktor Bjarki Ómarsson 2.

Staðan í Grill 66-deild karla:

HK7610240 – 17813
Valur U6510186 – 16011
Fjölnir6312190 – 1787
Víkingur7313209 – 2107
KA U6222188 – 1866
Fram U6303185 – 1826
Þór Ak7214203 – 2095
Selfoss U7214221 – 2515
Haukar U5203142 – 1454
Kórdrengir7007171 – 2360
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -