Í kvöld fer fram síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki þegar KA/Þór sækir ÍBV heim til Vestmannayja. Til stóð að leikurinn færi fram fyrir um viku en vegna ófærðar varð að fresta viðureigninni. Víkingur, Stjarnan, Haukar, Selfoss, HK hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum auk bikarmeistara Vals og Íslandsmeistara Fram sem sitja yfir í 16-liða úrslitum.
Uppfært klukkan 11: Leik ÍBV og KA/Þórs hefur verið frestað öðru sinni vegna þess að veður truflar samgöngur. Gera á þriðju tilraun á morgun, miðvikudaginn 23. nóvember.
Þráðurinn verður tekinn upp í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir þriggja vikna hlé. Íslandsmeistarar Vals fá þýska liðið Flensburg-Handewitt í heimsókn í Origohöllina. Mikil eftirvænting ríkir fyrir viðureigninni og aðgöngumiðar fyrir löngu uppseldir.
Bikarkeppni HSÍ, 16-liða úrslit kvenna:
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór, kl. 17.30 – sýndur á RÚV.
Evrópudeild karla, B-riðill, 3. umferð:
Origohöllin: Valur – SG Flensburg-Handewitt, kl. 19.45 – sýndur á Stöð2sport.
Handbolti.is verður með textalýsingu frá leiknum.
2. deild karla:
Safamýri: Víkingur U – Víðir, kl. 19.
Varmá: Afturelding U – Fjölnir U, kl. 20.30.
Staðan í 2. deild.