- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert lát á sigurgöngu Vals – Selfoss vann heima

Marta Wawrzykowska var frábær í marki ÍBV gegn KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ekkert lát er á sigurgöngu bikarmeistara Vals í handknattleik kvenna. Haukum tókst ekki að leggja stein í götu Valsara á Ásvöllum í kvöld. Valur fór með átta marka sigur úr býtum, 34:26, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15:10.


Á sama tíma lagði Selfoss liðsmenn HK í Sethöllinni á Selfossi, 32:26, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 15:14. Selfoss komst þar með upp að hlið KA/Þórs og Hauka með fjögur stig en þetta var annar sigur Selfossliðsins á HK-ingum á leiktíðinni. HK situr þar með eitt á botninum með tvö stig eftir átta leiki.


Sara Sif Helgadóttir átti stórleik í mark Vals á Ásvöllum gegn Haukum. Hún varði 17 skot, þar af tvö vítkaöst. Þegar upp var staðið var hún með nærri 44% hlutsfallsmarkvörslu. Mariam Eradze náði sér einnig afar vel á strik með átta mörk í níu skotum auk níu skapaðra færa samkvæmt HBStatz. Elín Rósa Magnúsdóttir var með sex mörk og fimm sköpuð færi og Thea Imani Sturludóttir skoraði fjögur mörk og skapaði sex marktækifæri.


Færeyingurinn Natasja Hammer skoraði níu mörk fyrir Hauka skapaði tvö marktækifæri. Elín Klara Magnúsdóttir var liðtæk að vanda.

Katla María skoraði 12 mörk

Markahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna, Katla María Magnúsdóttir var allt í öllu hjá Selfossliðinu í sigrinum á HM í Sethöllinni. Hún skoraði 12 mörk í 16 skotum. Tvö markanna skoraði Katla María frá vítapunktinum. Hún var einnig á bak við sex marktækifæri.


Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék einnig til sín taka, skoraði sex mörk og skapaði fjögur marktækifæri.


Sara Katrín Gunnarsdóttir var allt í öllu hjá HK og skoraði m.a. níu mörk, tvö þeirra úr vítakasti.


Haukar – Valur 26:34 (10:15).
Mörk Hauka: Natasja Hammer 9, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Berglind Benediktsdóttir 4/3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 6, 19,4% – Elísa Helga Sigurðardóttir 0.
Mörk Vals: Mariam Eradze 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Thea Imani Sturludóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 4/2, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 17, 43,6%.


Selfoss – HK 32:26 (15:14).
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 12/2, Rakel Guðjónsdóttir 6, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 13, 36%.
Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir 9/2, Embla Steindórsdóttir 5, Leandra Náttsól Salvamoser 5, Sóley Ívarsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Margrét Guðmundsdóttir 1, Aníta Eik Jónsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 3, 10,7%.

Sigurdans leikmanna ÍBV í KA_heimilinu í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


KA/Þór – ÍBV 27:28 (11:15).
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 8/3, Nathalia Soares Baliana 6, Aþena Einvarðsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Júlía Björnsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 8, 22,2%.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 10/3, Elísa Elíasdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 15/1, 35,7%.

Staðan í Olísdeild kvenna:

Valur8800237 – 18316
Stjarnan8701245 – 18714
ÍBV8602218 – 20212
Fram8404213 – 1958
KA/Þór8206197 – 2234
Haukar8206218 – 2384
Selfoss8206215 – 2394
HK8107184 – 2602
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -