- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra komst í átta liða úrslit bikarsins

Sandra Erlingsdóttir í leik með Metzingen. Mynd/Metzingen
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld með baráttusigri á heimavelli á Thüringer HC, 34:32. Gestirnir voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Sandra og félagar bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og tókst þar með að snúa við taflinu.


Sandra skoraði þrjú mörk í fjórum skotum. Ekkert marka sinna skoraði Eyjamærin úr vítakasti. Hún átti eina stoðsendingu, eftir því sem fram kemur í bókhaldi yfir leikinn.


Dortmund, Bad Wildungen og meistarar Bietigheim öðluðust einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld.


Díana Dögg Magnúsdóttir og liðsmenn BSV Sachsen Zwickau eiga heimaleik við HL Buchholz 08-Rosengarten í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn þegar síðustu viðureignir umferðarinnar verða háðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -