- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram lauk árinu með stórsigri í Úlfarsárdal

Ingunn María Brynjarsdóttir, efnilegur markvörður Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram lauk keppni í Grill 66-deild kvenna á þessu ári með stórsigri á ungmennaliði Vals í Úlfarsárdal síðdegis í dag, 29:17. Ingunn María Brynjarsdóttir, unglingalandsliðsmarkvörður átti stórleik í marki Framliðsins og varði 15 skot, nærri 50%. Gerði hún leikmönnum Vals hvað eftir annað gramt í geði með stórbrotnum leik.


Yfirburðir Framliðsins í leiknum lágu fyrir eftir fyrri hálfleikinn í Úlfarsárdal. Þá þegar var munurinn orðinn tíu mörk, 16:6.
Fram er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig. Valur rekur lestina án stiga eftir sjö leiki.


Þráðurinn verður tekinn upp í Grill 66-deild kvenna 13. janúar á nýju ári.


Mörk Fram U.: Valgerður Arnalds 7, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 5, Íris Anna Gísladóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Sara Rún Gísladóttir 2, Emma Brá Óttarsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 15.

Mörk Vals U.: Arna Karitas Eiríksdóttir 4, Ásrún Inga Arnarsdóttir 4, Kristbjörg Erlingsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Berglind Gunnarsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Eva Sóldís Jónsdóttir 1, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 11.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -