- Auglýsing -
- Auglýsing -

Lovísa er komin til Tertnes

Lovísa Thompson mætir vonandi spræk til leiks á næsta keppnistímabili. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikskonan Lovísa Thompson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Tertnes. Félagið og Bergensavisen segja frá þessu í kvöld. Tertnes er með bækistöðvar í nágrenni Bergen. Tertnes rekur lestina í norsku úrvalsdeildinni um þessar mundir með fjögur stig eftir átta leiki og hefur upp á síðkastið leitað logandi ljósi að liðsauka.


Eftir því sem næst verður komist er samningur Lovísu við Tertnes til loka leiktíðar næsta vor.


Lovísa gekk til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing Håndbold frá bikarmeisturum Vals í sumar en var leyst undan samningi að eigin ósk 7. október. Síðan hefur Lovísa ekki leikið handknattleik en notað tímann til þess að horfa í kringum sig.


Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskona og leikmaður Vals lék með Tertnes í norsku úrvalsdeildinni í nærri þrjú ár, frá sumrinu 2012 fram í febrúar 2015.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -