Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar U21 árs landsliðs karla í handknattleik hafa valið vaskan hóp handknattleiksmanna til æfinga sem fram fara 2. – 6. janúar 2023.
Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar koma inn á Sportabler á næstu dögum.
Með æfingunum verða stigin fyrstu skrefin að þátttöku U21 árs landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Grikklandi og í Þýskalandi í sumar en íslenska landsliðið öðlaðist þátttökurétt á HM með góðri frammistöðu á EM 20 ára landsliða í Porto síðasta sumar.
Markverðir:
Adam Thorstensen, Stjörnunni.
Bruno Bernat, KA.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Aftureldingu.
Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi.
Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, Haukum.
Arnór Viðarsson, ÍBV.
Benedikt Gunnar Óskarsson, Val.
Breki Hrafn Valdimarsson, Val.
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH.
Elvar Elí Hallgrímsson, Selfossi.
Gauti Gunnarsson, KA.
Guðmundur Bragi Ástþórsson, Haukum.
Halldór Óskarsson, Víkingi.
Hilmar Bjarki Gíslason, KA.
Ísak Gústafsson, Selfossi.
Jóhannes Berg Andrason, FH.
Kristján Pétur Barðarson, HK.
Símon Michael Guðjónsson, HK.
Stefán Orri Arnalds, Fram.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu.
Tómas Sigurðarson, Val.
Tryggvi Garðar Jónsson, Val.
Tryggvi Þórisson, IK Sävehof.