- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill 66 kvenna: Ungmenni Framara unnu grannaslaginn

Ingunn María Brynjarsdóttir, efnilegur markvörður Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram var ekki í erfiðleikum með Fjölni/Fylki í fyrsta leik ársins í Grill 66-deild kvenna í Dalhúsum í kvöld. Framarar skoruðu 42 mörk hjá grönnum sínum en fengu til baka á sig 25 mörk.


Fimm marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 19:14, Fram í vil. Ingunn María Brynjarsdóttir, unglingalandsliðsmarkvörður, varði 16 skot í marki Fram-liðsins sem fór upp að hlið Gróttu í þriðja til fjórða sæti með 10 stig eftir átta leiki. Fjölnir/Fylkir er með fjögur stig eins og HK í næsta neðsta sæti.


Áfram verður leikið í Grill 66-deild kvenna á morgun þegar FH fær ÍR í heimsókn í Kaplakrika klukkan 14.


Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 8, Eyrún Ósk Hjartardóttir 4, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 4, Telma Sól Bogadóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Sara Kristín Pedersen 2, Elsa Karen Sæmundsen 1.
Varin skot: Þyrí Erla Sigurðardóttir 6, Harpa Rún Friðriksdóttir 3.
Mörk Fram U.: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 9, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 8, Íris Anna Gísladóttir 8, Valgerður Arnalds 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 6, Sara Rún Gísladóttir 2, Elín Ása Bjarnadóttir 1, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 16.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -