Stemningin á viðureign Íslands og Portúgal í Kristianstad Arena á fimmtudagskvöldið var engu lík að sögn þeirra sem þar voru. Nærri 2.000 Íslendingar á áhorfendapöllunum voru magnaðir í stuðningi sínum við íslenska landsliðið í sigurleiknum, 30:26. Landsliðsmenn segja að þeir hafi aldrei upplifað aðra eins stemningu og gleði á leik á stórmóti.
„Maður fékk mikla orku úr stúkunni,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í samtali við handbolta.is sem reiknar með enn fleiri Íslendingum í Kristianstad Arena í kvöld þegar landslið Íslands og Ungverjalands mætast í mikilvægum leik klukkan 19.30, leik sem getur skipt miklu máli fyrir bæði lið varðandi framhaldið á mótinu. Allir vilja fara með fullt hús stiga á áfram í milliriðla.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af áhorfendum og stemningunni frá ljósmyndara HSÍ á fimmtudagskvöldið.