- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grænhöfðeyingar er mættir með laskað lið til Kaíró

Hluti af hópi Grænhöfðeyinga við komuna til Kaíró í kvöld. Mynd/Instagram
- Auglýsing -

Það sem eftir er uppistandandi af leikmannahópi og starfsmönnum landsliðs Grænhöfðaeyja kom til Kaíró í kvöld en ennþá leikur vafi um hvort Grænhöfðeyingar taki þátt í HM í handknattleik. Sex leikmenn og fjórir starfsmenn, þar á meðal aðalþjálfarinn heltust úr lestinni í gær smitaðir af kórónuveiru. Hvernig ástandið er á þeim sem komu til Kaíró í kvöld leikur mörgum forvitni á að vita. Væntanlega skýrist það ekki fyrr en með nýjum degi.

Allir sem koma til Kaíró verða að framvísa vottorði frá lækni um að þeir hafi gengist undir skimun á undanförnum 72 klukkustundum og greinst neikvæðir. Allir verða að fara í PCR-skimun við komuna til landsins en hún er eins og sú sem flestir þekkja heima á Íslandi. Tekið er sýni úr hálsi og nefi.

Takist Grænhöfðeyingum að komast áfallalaust í gegnum skimun og niðurstöður verði neikvæðar geta þeir tekið þátt í HM. Að öðrum kosti verður kallað inn varalið. Þar er um að ræða hollenska landsliðið, undir stjórn Eyjamannsins, Erlings Richardssonar. Hann sagði við handbolta.is í kvöld að liðið væri í startholunum og ætti frátekin sæti í flugi frá Schiphol við Amsterdam á morgun bærist símtal frá mótshöldurum HM.

Holland hefur einu sinni tekið þátt í HM í handknattleik karla, árið 1961.

Í gær bökkuðu Bandaríkjamenn og Tékkar út úr mótinu. Norður-Makedóníumenn og Svisslendingar komu í þeirra stað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -