- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmenn fara með fjögur stig í farteskinu frá Kraká

Hollendingurinn Robin Schoenaker nær ekki að stöðva Norðmanninn Magnus Rød í leiknum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frændur okkar, Norðmenn, kveðja Kraká og fara yfir til Katowice í Póllandi í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins, með fullu húsi stiga eftir að þeir unnu nauman sigur á Hollendingum í kvöld, 27:26. Sigurinn var norska liðinu torsóttur. Það átti undir högg að sækja í fyrri hálfleik og var undir, 18:13, að honum loknum.


Norðmenn hresstust verulega í byrjun síðari hálfleiks og voru búnir að jafna metin, 20:20, eftir rúmlega 10 mínútur. Eftir það var leikurinn í járnum þar til á allra síðustu mínútum að Noregi tókst að komast tveimur mörkum yfir, 26:24, og halda því forskoti svo að segja til enda. Kay Smits skoraði síðasta mark leiksins fyrir hollenska liðið rétt í þann mund sem leiktíminn var úti.


Norðmenn, Hollendingar og Argentínumenn mæta Þjóðverjum, Serbum og Katarbúum í milliriðli þrjú og hefja Þjóðverjar og Norðmenn leik með fjögur stig hvorir.


Sander Sagosen skoraði sjö mörk fyrir Noreg í kvöld og Gøran Johannesssen og Sebastian Barthold voru næstir með fjögur mörk hvor.

Smits skoraði sjö mörk fyrir hollenska landsliðið. Samir Benghanem var næstur með sex og Luc Stein skoraði fimm mörk. Hann var að vanda prímusmótor liðsins og átti m.a. fimm stoðsendingar til viðbótar við mörkin

Voru Dönum ekki fjötur um fót

Eins og við var búist þá vöfðust Túnisbúar ekki fyrir Dönum í lokaleik F-riðils í Malmö. Heimsmeistararnir léku eins og þeir sem valdið hafa og unnu með 13 marka mun, 34:21, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 19:14.

Emil Jakobsen fagnar einu af fimm mörkum sínum fyrir danska landsliðið gegn Túnisbúum í kvöld í Malmö. Mynd/EPA


Eins og í fyrri leikjum Dana á mótinu þá var örvhenta skyttan Mathias Gidsel markahæstur. Hann skoraði átta sinnum að þessu sinni. Mikkel Hansen skoraði sex mörk, ekkert úr vítakasti. Niklas Landin varði 13 skot, 38%, í sínum 250. landsleik.


Danir fara áfram í milliriðil fjögur með fjögur stig, Barein tvö og Belgar ekkert. Þeir mæta Egyptum sem einnig mæta til leiks með fjögur stig, Króötum með tvö stig á tómhentum Bandaríkjamönnum.

Staðan eftir riðlakeppni HM.

Leikjadagskrá milliriðla HM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -