- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Draumur Eyjamannsins er að rætast

Elliði Snær Viðarsson, landsliðsmaður og leikmaður Gummersbach. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Loftið fór svolítið úr leikmönnum Portúgal þegar halla tók undan fæti á sunnudaginn. Við megum ekki láta það blekkja okkur. Það verður nýr leikur þegar liðin ganga inn á stóra sviðið í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, í samtali við handbolta.is í gær en Elliði Snær verður í fyrsta sinn í byrjunarliði á heimsmeistaramóti A-landsliða í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í Egyptalandi.


Elliði Snær, sem 22 ára gamall Eyjamaður og á sjö landsleiki að baki, hefur leikið afar vel fyrir Gummersbach í vetur. Hann gekk til liðs við félagið í ágúst, fremur óvænt. Hann segir draum rætast með þátttöku á HM.

„Ég var almennur áhorfandi í stúkunni á HM í Þýskalandi fyrir tveimur árum og lét mér ekki detta í hug að tveimur árum síðar yrði ég úti á gólfinu. Auðvitað hefur það lengi verið markmið mitt að komast í A-landsliðið og taka þátt í stórmóti en maður átti kannski ekki vona á að það næðist svona fljótt,“ sagði Elliði Snær sem lék afar vel í síðari leiknum við Portúgal í undankeppni EM2022 á Ásvöllum á sunnudaginn.

„Það er frábært og alveg ótrúlega gaman að vera hérna hvort sem maður leikur mikið eða lítið. Reynslan er dýrmæt sem ég öðlast. Hún nýtist mér þegar þegar fram líða stundir. Að fá að vera á HM í Egyptalandi þrátt fyrir aðstæður eru forréttindi sem ég er þakklátur fyrir,“ sagði Elliði Snær sem telur að viðureignin við Portúgal í kvöld verði úrslitaleikur riðilsins.

„Alsír og Marokkó eru sýnd veiði en ekki gefin. Það er alveg ljóst. En fyrst er það leikurinn við Portúgal sem við ætlum að leggja allt í sölurnar til þess að vinna,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik sem leikur í kvöld sinn áttunda landsleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -