- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Donni kallaður inn – Elvar Örn áfram úti

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, verður í leikmannahópnum í dag gegn Grænhöfðaeyjum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson verður áfram utan keppnishópsins í dag þegar íslenska landsliðið í handknattleik mætir landsliði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins.

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, tekur þátt í sínum fyrsta leik á mótinu. Hann kemur inn í hópinn í stað Ólafs Andrésar Guðmundssonar sem er meiddur eins og handbolti.is sagði frá fyrr í dag.


Elvar Örn veiktist eftir leikinn við Ungverja og var þar af leiðandi ekki með gegn Suður Kóreu í fyrradag. Hann er að sækja í sig veðrið.


Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja hefst klukkan 17 í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg. Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu.


Eftirtaldir standa í eldlínunni í leiknum í dag fyrir hönd Íslands.


Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (249/19).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (40/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (76/85).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (163/632).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (96/321).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (28/42).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (12/18).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (44/90).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (13/25).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (63/90).
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC (23/31).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (21/74).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (70/235).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (54/142).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (38/90).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (69/35).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -