Ungmennalið Hauka lagði Fjölni í hörkuleik á Ásvöllum í kvöld í Grill 66-deild karla, 33:30, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Leikmenn Hauka voru sterkari þegar kom fram í síðari hálfleik og náðu mest fimm marka forystu sem leikmönnum Fjölnis tókst ekki að saxa verulega á áður en leiktíminn var úti.
Magnús Gunnar Karlsson markvörður Hauka átti stórleik og varði 20 skot samkvæmt tölfræði samantekt á HBStatz.
Fjölnir situr i fimmta sæti deildarinnar með 10 stig eftir 11 leiki og er átta stigum á eftir HK sem er efst. HK virðist sem stendur stefna hraðbyri upp í Olísdeildina á nýjan leik. Ungmennalið Haukar er í sjöunda sæti en alls eru 10 lið í Grill 66-deildinni á leiktíðinni.
Mörk Hauka U.: Ágúst Ingi Óskarsson 8, Birkir Snær Steinsson 7, Þorfinnur Máni Björnsson 6, Kristófer Máni Jónasson 6, Jakob Aronsson 2, Sigurður Jónsson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 2,
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 20.
Mörk Fjölnis: Óðinn Freyr Heiðmarsson 8, Viktor Berg Grétarsson 6, Benedikt Marinó Herdísarson 4, Elvar Þór Ólafsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Ríkharður Darri Jónsson 2.
Varin skot: Andri Hansen 3.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.