- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Portúgalar unnu öruggan sigur

Portúgalinn Martim Costa sækir að varnarmönnum Grænhöfðaeyja í Scandinavium í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgal var ekki í erfiðleikum með Grænhöfðaeyjar í fyrstu viðureign dagsins í milliriðli tvö, þeim sem íslenska landsliðið í handknattleik er í. Portúgal vann með 12 marka mun, 35:23, eftir að hafa tekið öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik. Aðeins var tveggja marka munur á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 14:12.


Portúgal hefur þar með fimm stig eftir fjóra leiki í milliriðli tvö og er stigi fyrir ofan íslenska liðið og stigi á eftir sænska landsliðinu. Portúgal hefur enn sem komið er leikið einum leik meira. Svíþjóð og Portúgal eigast við á sunnudagskvöldið klukkan 19.30.


Síðar í dag mætast Ungverjar og Brasilíumenn og vonast margir Íslendingar eftir að Brasilíu takist að vinna stig af Ungverjum.
Leikdeginum lýkur með stórleik umferðarinnar sem margir bíða eftir, viðureign Svía og Íslendinga í Scandinavium íþróttahöllinni að viðstöddum 12 þúsund áhorfendum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 að íslenskum tíma og verður m.a. hægt að fylgjst með textalýsingu handbolta.is.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -