- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Felldum okkur sjálfa

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson reyna að hefta för Belone Moreira að marki Íslands í kvöld. Ágúst Elí Björgvinsson stendur í markinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Að gera 15 tæknifeila í einum leik á heimsmeistaramóti er alltof, alltof mikið og það var hreinlega með ólíkindum að við töpuðum leiknum aðeins með tveggja marka mun þegar öllu er á botninn hvolft,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik þungur á brún þegar handbolti.is hitti hann eftir tapið fyrir Portúgal í upphafsleik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í kvöld, 25:23, en handbolti.is er á leikstað í Kaíró.


„Varnarleikurinn var mjög góður fyrir utan stutta kafla. Ég er ánægður með hann og að við fengum ekki nema 25 mörk á okkur. Hinsvegar er ég óánægður með hvað við misnotuðum mörg upplögð marktækifæri, maður á móti markmanni. Í tveggja marka tapi þá munar um hvert og eitt opið færi sem fer forgörðum.
Þau voru þrjú í fyrri hálfleik og að minnsta kosti annað eins í síðari hálfleik, þar á meðal hraðaupphlaup. Sóknarleikur gegn liði eins og Portúgal verður aldrei auðveldur. Það er erfitt að skora hvert mark. Þess utan þá getum við ekki leyft okkur að afhenda andstæðingnum boltann eftir að verið er að reyna að troða boltanum inn á línuna. Ég vil ekki sjá svona,“ sagði Guðmundur ákveðinn og benti á að á meðan íslenska landsliðið gerðu fimmtán einföld mistök gerðu Portúgalir átta.


„Mjög margir eru að gera mistökin sem er óvenjulegt. Ástæðan kann að vera stress í mönnum. Ég þekki þap ekki og þarf að fara ofan í saumana á því. Við felldum okkur sjálfa í kvöld. Þeir portúgölsku komust fram úr okkur eftir að við afhentum þeim boltann hvað eftir annað. Þess utan þá verðum við að fá meiri skotógnun og grimmd frá leikmönnunum fyrir utan, skyttunum,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is í Kaíró í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -