Valur og ÍBV deila áfram efsta sæti Olísdeildar kvenna eftir leiki 13. umferðar í gær. Hvort lið hefur 22 stig. Valur vann HK með 16 marka mun í Orighöllinni, 41:25, á sama tíma og ÍBV vann einnig stórsigur í heimsókn sinni í Sethöllina á Selfossi, 40:19. Selfoss skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik. Virtist leikur Selfossliðsins í gær vera beint framhald af síðari hálfleik liðsins gegn Fram á dögunum.
Marta Wawrzykowska markvörður ÍBV átti stórleik samkvæmt tölfræði HBstatz eða um 60% sem er ótrúleg frammstaða.
Stjarnan lagði Hauka með sex marka mun á Ásvöllum og er þar með þremur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Fram er næst á eftir Stjörnunni með 17 stig eftir öruggan sigur á KA/Þór í Úlfarsárdal, 30:23. Hafdís Renötudóttir átti enn einn stórleikinn í marki Fram. Hún varði 20 skot, 46% markvarsla.
Bilið á milli fjögurra efstu liðanna og fjögurra þeirra neðstu er alltaf að auk eftir því sem umferðunum fjölgar sem lokið er við.
Úrslit leikja gærdagsins í Olísdeild kvenna.
Haukar – Stjarnan 25:31 (16:19).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Natasja Hammer 2, Ena Car 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarssdóttir 8, 22,9% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 33,3%.
Mörk Stjörnunnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir 9, Helena Rut Örvarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 4/1, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Britney Cots 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 16, 40%.
Selfoss – ÍBV 19:40 (4:23).
Mörk Selfoss: Roberta Stropé 7, Katla María Magnúsdóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Karlotta Óskarsdóttir 1.
Varin skot: Áslaug Ýr Bragadóttir 7, 29,2% – Cornelia Hermansson 2, 9,1%.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9/2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 7, Sunna Jónsdóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Ásta Björt Júlíusdóttir 4, Karolina Olszowa 3, Ólöf María Stefánsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Amelía Einarsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 28, 59,6%.
Fram – KA/Þór 30:24 (18:11).
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 6, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Perla Ruth Albertsdóttir 5, Tinna Valgerður Gísladóttir 4/1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4/1, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 20/1, 45,5%.
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 7, Júlía Björnsdóttir 4, Nathalia Soares Baliana 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3/2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Ida Margrethe Rasmussen 1.
Varin skot: Matea Lonac 12/1, 29,3%.
Valur – HK 41:25 (22:14).
Mörk Vals: Sara Dögg Hjaltadóttir 7/1, Mariam Eradze 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7, 31,8% – Sara Sif Helgadóttir 4, 28,6%.
Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 7/1, Alfa Brá Hagalín 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 5/1, 23,8% – Margrét Ýr Björnsdóttir 5, 16,7%.