- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tók upp þráðinn þar sem frá var horfið

Daði Laxdal Gautason t.h. ásamt samherjum sínum við upphafi keppnistímabilsins síðasta haust. Mynd/Tinna
- Auglýsing -

Guðmundur Bragi Ástþórsson tók upp þráðinn í gærkvöld þar sem frá var horfið í haust við skora mörk. Markahæsti leikmaður Grill 66-deildar karla skoraði 10 mörk fyrir ungmennalið Hauka þegar það vann nýliða Kríu, 25:22, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í gærkvöld.


Guðmundur Bragi hefur nú skorað 49 mörk í fjórum leikjum, níu fleiri en Kristján Orri Jóhannsson, Kríu, sem er næst markahæstur í deildinni. Jón Karl Einarsson sem meiddist á öxl í haust hefur jafnað sig og lék með Haukum að þessu sinni en hann átti sæti í Olísdeildarliði félagins við upphaf leiktíðar.


Haukar voru með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik í gærkvöld, 11:9. Þeir hafa nú fjögur stig eftir fjóra leiki rétt eins og Kría.


Mörk Kríu: Kristján Orri Jóhannsson 6, Jón Kaldal Jóhannsson 4, Aron Valur Jóhannsson 3, Daði Gautason 3, Gunnar Valur Arason 2, Egill Ploder Ottósson 1, Árni Benedikt Árnason 1, Viktor Orri Þorsteinsson 1, Ásmundur Atlason 1.
Mörk Hauka U: Guðmundur Bragi Ástþórsson 10, Ari Sverrir Magnússon 5, Arnar Ingi Guðmundsson 3, Jakob Aronsson 3, Jón Karl Einarsson 3, Jón Brynjar Kjartansson 1.

Lokaleikur fjórðu umferðar Grill 66-deildar karla fer fram í dag þegar Hörður fær ungmennalið Vals í heimsókn í íþróttahúsið á Torfnesi. Leikurinn verður sendur út hjá Viðburðastofu Vestfjarða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -