- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar endurheimtu efsta sætið

ÍR-ingar unnu stórsigur á ungmennalið Fram í kvöld. Mynd/Facebooksíða ÍR.
- Auglýsing -

ÍR komst að minnsta kosti í bili í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á ungmennaliði Fram, 40:23, í íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal. ÍR var með sjö marka forskot að fyrri hálfleik loknum, 20:13.


ÍR hefur þar með 19 stig að loknum 11 leikjum og er tveimur stigum á undan Aftureldingu sem á leik til góða. Afturelding sækir Víkinga heim í Safamýri á laugardaginn og nokkuð ljóst er að framundan er spennandi viðureign. Víkingar sýndu það í 45 mínútur gegn Haukum í gær að liðið á meira inni en það hefur sýnt í nokkrum leikjum til þess á leiktíðinni.


Mörk Fram U.: Svala Júlía Gunnarsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Íris Anna Gísladóttir 5, Valgerður Arnalds 2, Brynhildur Eva Thorsteinson 1, Sara Rún Gísladóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 1, Eydís Pálmadóttir 1.
Varin skot: Þórdís Idda Ólafsdóttir 5.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 9, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Erla María Magnúsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 4, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 3, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 3, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 2.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 13.

Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -