- Auglýsing -
- Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins og franska liðsins verður leiðbeinandi í æfingabúðum markvarða í Omis í Króatíu 24. – 30. júní sumar. Alþjóða handknattleikssambandið stendur fyrir æfingabúðunum í 13. sinn. www.handballgoalkeeper.com
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti annan góðan leik í röð með Skara HF í sænsku úrvalsdeildinni þegar Skara vann Skövde, 25:22, í útivelli. Jóhanna Margrét skoraði fimm mörk. Þar af þrjú af síðustu fimm mörkum Skara eftir að liðið var undir, 21:19.
- Aldís Ásta Heimisdóttir skorað tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Skara-liðið. Sigurinn er ekki síst athyglisverður fyrir þá staðreynd að Skara eru í sjöunda sæti deildarinnar en Skövde í öðru sæti.
- Ágúst Elí Björgvinsson átti mjög góðan leik í mark Ribe-Esbjerg í gær þegar liðið sótti Bjerringbro/Silkeborg heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ágúst Elí varði 15 skot, 34%. Því miður nægði það ekki til þess að Ribe-Esbjerg fengi stig úr leiknum. Bjerringbro/Silkeborg vann með eins marks mun, 31:30. Arnar Birkir Hálfdánsson og Elvar Ásgeirsson höfðu sig lítið í frammi. Ribe-Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar.
- Grétar Ari Guðjónsson og félagar í Sélestat unnu Cesson-Rennes með eins marks mun á útivelli í gærkvöld, 29:28, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Sélestat var marki yfir að loknum fyrri hálfleik. Eftir því sem næst verður komist stóð Grétar Ari í marki Sélestat í fyrri hálfleik og varði fjögur skot. Þetta var annar sigur nýliða Sélestat í deildinni og situr liðið í neðsta sæti.
- Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með GC Amicita Zürich í gærkvöldi þegar liðið vann HSC Suhr Aarau, 31:24, á heimavelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Ólafur Andrés hefur ekki jafnað sig af meiðslum sem hann varð fyrir á heimsmeistaramótinu í síðasta mánuði. GC Amicita Zürich er komið upp í fjórða sæti deildarinnar.
- Vlado Šola, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Króatíu, hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs Svartfellinga í handknattleik karla. Hann tekur við af Zoran Roganović sem sagði starfi sínu lausu að loknu heimsmeistaramótinu í síðasta mánuði. Šola hefur víða þjálfað síðasta rúma áratuginn. M.a. var um tveggja ára skeið þjálfari RK Dubrava í Zagreb og kom hingað til lands til leikja við FH í Evrópukeppni.
- Slóveninn Marko Bezja kveður þýska meistaraliðið í lok keppnistímabilsins í vor eftir 10 ára dvöl hjá félaginu.
Landi Bezja, Domen Makuc, hefur á hinn bóginn framlengt dvöl sína hjá spænska meistaraliðinu Barcelona til þriggja ára, fram á sumarið 2026.
- Spánverjinn Ferran Solé heldur áfram að leika með franska meistaraliðinu PSG til ársins 2024. Hann endurnýjaði samning sinn við félagið í upphafi vikunnar.
- André Haber forveri Rúnars Sigtryggssonar á stóli þjálfara þýska handknattleiksliðsins SC DHfK Leipzig tekur við þjálfun 2. deildarliðsins HC Elbflorenz frá Dresden í sumar.
- Auglýsing -