Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka átta liða úrslitum Poweradebikars kvenna (bikarkeppni HSÍ) í kvöld með viðureign Stjörnunnar og ÍBV í TM-höllinni. Vegna veðurs hefur leiknum verið frestað í tvígang fyrr í vikunni. Haukar, Selfoss og Valur eru þegar komin í undanúrslitu keppninnar eftir að hafa lagt andstæðinga sína á síðustu dögum.
Íslandsmeistarar Vals mæta til leiks í KA-heimilið í kvöld og mæta KA í öðrum leik 15. umferðar Olísdeild karla. Í Olísdeild kvenna hefja Fram og HK 16. umferðina í Úlfarsárdal klukkan 19.30. Bæði lið voru í eldlínunni í Poweradebikars fyrr í vikunni.
Fjórtánda umferð Grill 66-deildar karla fer af stað í kvöld með tveimur viðureignum. Efsta lið deildarinnar, HK, tekur á móti ungmennaliði Hauka og einnig leið Akureyrarliðin KA U og Þór saman kappa sína í KA-heimilinu eftir viðureign KA og Vals í Olísdeildinni.
Semsagt fjölbreytt kvöld framundan á handboltavöllunum.
Leikir kvöldsins
Poweradebikar kvenna, 8-liða úrslit:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 18 – sýndur á RÚV.
Olísdeild karla:
KA-heimilið: KA – Valur, kl. 17.30 – sýndur á KAtv.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.
Olísdeild kvenna:
Úlfarsárdalur: Fram – HK, kl. 19.30 – sýndur á Framtv.
Grill 66-deild karla:
Kórinn: HK – Haukar U, kl. 19.30.
KA-heimilið: KA U – Þór, kl. 20.15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.