Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Balingen-Weilstetten í kvöld þegar liðið vann Ludwigshafen með sjö marka mun á heimavelli, 34:27, í 2. deild þýska handknattleiksins í kvöld. Eftir tap fyrir Elbflorenz fyrir viku voru leikmenn Balingen ákveðnir í að vinna leikinn í kvöld. Þeir voru þegar með átta marka forskot þegar fyrri hálfleik var lokið, 20:12.
Daníel Þór átti fjórar stoðsendingar og Oddur tvær. Daníel Þór varði tvö skot í vörninni en komst hjá því að vera vísað út af í kælingu.
Balingen hefur 33 stig í efsta sæti deildarinnar eftir 20 leiki. Liðið er fjórum stigum á undan Eisencah, Dessauer og N-Lübbecke sem bítast um annað sætið sem stendur.
Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar í öruggum sigri N-Lübbecke á heimavelli á liðsmönnum Eintracht Hagen 32:25.