- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hanna og Þórey Anna með á ný – tveir nýliðar

Andrea Jacobsen, Elín Klara Þorkelsdóttir og Sunna Jónsdóttir eru í landsliðshópnum sem valinn var í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir vináttulandsleikina gegn Noregi B sem fara fram í byrjun mars en leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikirnir og æfingar fyrir þá verða liður í undirbúningi kvennalandsliðsins fyrir viðureignirnar mikilvægu við Ungverja í umspili fyrir HM sem fram fara í apríl.


Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga 27. febrúar. Fyrri leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 2. mars kl. 19.30 og sá síðari laugardaginn 4. mars kl. 16 og verður leikið á Ásvöllum í Hafnarfirði.


Tveir nýliðar eru í hópnum. Katla María Magnúsdóttir, Selfossi, og Magrét Einarsdóttir markvörður Hauka. Margrét hefur reyndar verið valin áður en ekki leikið landsleik. Hún var þriðji markvörður í landsliðshópnum sem lék við Serba ytra í vor í undankeppni EM.


Nokkrir leikmenn eru valdir á ný í hópinn eftir nokkurt hlé. Má þar m.a. nefna Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur sem farið hafa á kostum í Olísdeildinni á síðustu vikum. Einnig er Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjörnunni, í æfingahópnum. Hún á fjóra landsleiki að baki.

Meðal leikmanna sem eru úti í kuldanum að þessu sinni eru Aldís Ásta Heimisdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir, Helena Rut Örvarsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Sara Sif Helgadóttir og Unnur Ómarsdóttir.


Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (39/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (40/2).
Margrét Einarsdóttir, Haukum (0/0).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/49).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum (4/3).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (90/101).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara HF (4/7).
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi (0/0).
Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (7/2).
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Stjörnunni (4/3).
Lilja Ágústsdóttir, Val (4/1).
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (37/69).
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (28/41).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (112/241).
Sandra Erlingsdóttir, TuS Metzingen (16/65).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (42/46).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (71/55).
Thea Imani Sturludóttir, Val (58/95).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (28/14).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (117/341).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -