- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hoberg er nefbrotin og leikur ekki næstu vikur

Ida Margrethe Hoberg Rasmussen á auðum sjó í leik gegn Val í vor. Mynd / Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Danska handknattleikskonan Ida Margrethe Hoberg tekur ekki þátt í tveimur næstu leikjum KA/Þórsliðsins í Olísdeild kvenna. Hoberg fékk þungt högg á andlitið í fyrri hálfleik í viðureign KA/Þórs og Hauka í KA-heimilinu í fyrrakvöld. Hún lét það ekk aftra sér í að mæta aftur til leiks í síðari hálfleik. Í gær var staðfest að Hoberg er nefbrotin.


„Vonandi missir hún ekki af nema tveimur leikjum,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs við handbolta.is í gærkvöld um leið og hann staðfesti ástandið á Hoberg.

KA/Þór sækir Stjörnuna heim á morgun og fær Selfoss í heimsókn annan laugardag áður en hlé verður gert á keppni í Olísdeildinni vegna æfinga- og leikjaviku landsliðsins upp úr næstu mánaðamótum.


KA/Þór á tvo leiki í mars, eftir landsliðshléið, við HK 11. mars og Fram 25. mars. Hálfsmánaðarhlé á milli leikjanna skýrist af því að endasprettur Poweradebikarsins fer fram upp úr miðjum mars.


Hoberg gekk til liðs við KA/Þór í upphafi ársins frá Randers í Danmörku og hefur komið eins og stormsveipur inn í deildina. Hún hefur hefur m.a. skorað 17 mörk í fjórum leikjum og fallið afar vel inn í ungt lið KA/Þórs sem gekk í gegnum talsverðar breytingar á leikmannahópnum áður keppnistímabilið hófst í haust.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -