- Auglýsing -
Íslenskir handknattleiksmenn voru í eldlínunni með félagsliðum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í kvenna- og karlaflokki í dag.
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar þunnskipað lið Skara HF tapaði á heimavelli fyrir H65 Höör, 31:27. Aldís Ásta Heimisdóttir tók út leikbann í dag og fleiri leikmenn Skara-liðsins voru fjarverandi af ýmsum ástæðum. M.a. er ein komin í fæðingarorlof.
- Skara HF er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 19 leiki.
- Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark þegar IF Sävehof vann Helsingborg, 38:27, á heimavelli. Ásgeir Snær Vignisson var ekki með Helsingborg í leiknum í dag fremur en í síðustu leikjum. Hann er meiddur.
- Sävehof er í öðru sæti deildarinnar með 35 stig eftir 22 leiki. Kristianstad er efst með 38 stig. Helsingborg er í basli í neðri hlutanum. Situr um þessar mundir í 12. sæti af 14 mögulegum með 15 stig eftir 22 leiki.
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar þegar IFK Skövde tapaði fyrir meisturum Ystads IF HF, 30:24, í Ystad. Skövde er í áttunda sæti með 20 stig eftir 22 leiki.
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -