- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Úrslit sjöunda dags, lokastaða og milliriðlar

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Riðlakeppni HM í handknattleik karla lauk í kvöld þegar sjö leikir fóru fram. Í A-riðli tapaði þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fyrir bráðgóðu liði Ungverja, 29:28. Ungverjar hafa þar með fjögur stig í farteskinu í milliriðil en Þýskaland tvö.


Túnis varð eftir í B-riðli en liðið tapað fyrir Spáni og rak lestina. Pólverjar kjöldrógu Brasilíumenn sem þegar voru komnir áfram, 33:22.

Fyrr í dag komst japanska landsliðið áfram eftir sigur á Angóla eins og greint var frá fyrr á handbolti.is Króatar unnu Katarbúa og fóru áfram með þrjú stig en Katarar tvö og Japan eitt.

Danir og Argentínumenn voru vissir um sæti í milliriðli fyrir umferðina. Barein fylgir þeim eftir en Kongóbúar taka þátt í keppninni um forsetabikarinn eins og Túnis, Angóla. Grænahöfðeyingar áttu að vera fara í þá keppni einnig eftir að hafa rekið lestina í A-riðli. Þeir lögðu niður vopnin í gær og geta ekki freistað þess að koma heim með forsetabikarinn í farteskinu.


Byrjað verður að leika í milliriðli þrjú og fjögur á morgun.

Úrslit dagsins, lokastaðan í riðlunum og staðan í milliriðli eitt og tvö er hér fyrir neðan.

A-riðill:
Þýskaland – Ungverjaland 28:29 (14:15)

B-riðill:
Spánn – Túnis 36:30 (17:14)
Brasilía – Pólland 22:33 (11:13)

C-riðill:
Japan – Angóla 30:29 (16:12)
Króatía – Katar 24:24 (13:11)

D-riðill:
Barein – Kongó 34:27 (14:12)
Danmörk – Argentína 31:20 (15:10)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -