Þótt hvorki hafi gengið né rekið hjá Kórdrengjum í Grill 66-deild karla á leiktíðinni er ljóst eftir daginn í dag að þeir hafa ekki sungið sitt síðasta. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu ungmennalið Vals, 27:26, í Origohöllinni síðdegis. Þetta er fyrsti sigur liðs Kórdrengja á leiktíðinni í 14 leikjum.
Tómas Helgi Wehmeier fór mikinn í liði Kórdrengja og skoraði 10 mörk og segja má að hann hafi verið allt í öllu. Birkir Fannar Bragason, markvörður lét heldur ekki sitt eftir liggja og varði 18 skot. Breki Hrafn Valdimarsson skoraði 10 mörk fyrir Val áður en hann heldur út til Svíþjóðar með A-liði Vals sem mætir Ystads í Evrópudeildinni á þriðjudaginn.
Valsmenn eru í fjórða sæti Grill 66-deildarinnar með 15 stig eftir 15 leiki.
Mörk Vals U.: Breki Hrafn Valdimarsson 10, Áki Hlynur Andrason 9, Tómas Sigurðarson 2, Þorgeir Arnarsson 2, Viktor Andri Jónsson 1, Erlendur Guðmundsson 1, Dagur Fannar Möller 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 7.
Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeier 10, Gabríel Kristinsson 7, Logi Aronsson 7, Egidijus Mikalonis 3.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 18.
Staðan í Grill 66-deild karla.
Í gærkvöld voru fjórir leikir í Grill 66-deild karla.