- Auglýsing -
- Ólafur Andrés Guðmundsson handknattleiksmaður GC Amicitia Zürich er sagður flytja til Svíþjóðar í sumar og ganga til liðs við Karlskrona sem leikur í næst efstu deild. Aftonbladet sagði frá þessu samkvæmt heimildum í gær og að hvort sem Karlskrona verður í efstu deild eða næst efstu deild leiki Ólafur með liðinu.
- Ólafur, sem meiddist á HM í janúar og hefur verið frá keppni síðan, skrifaði undir þriggja ára samning við GC Amicitia Zürich á síðasta sumri. Þar áður var hann í eitt ár hjá Montpellier. Hermt er að Ólafi og fjölskyldu líki vel lífið í Svíþjóð og vilji komast þangað á nýjan leik. Ólafur lék í átta ár með Kristianstad sem er ekki fjarri Karlskrona.
- Handknattleiksmaðurinn Óskar Ólafsson sem leikið hefur með Drammen í Noregi frá árinu 2016 hefur ákveðið að hætta handknattleik í vor. Óskar hefur verið einn öflugasti leikmaður Drammen síðustu árin. Hann var valinn í íslenska landsliðið haustið 2020 en lék aldrei með liðinu. Eins hefur Óskar verið í stærri hópum sem valdir hafa verið fyrir stórmót, m.a. fyrir HM í janúar.
- Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg sem einnig leikur með Drammen framlengdi nýverið dvölina hjá félaginu til tveggja ára.
- Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Víking og verður því áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð. Helga, sem er uppalin innan raða Víkings og er skytta en hefur ekkert spilað á þessu tímabili eftir að hafa slitið krossband í lok síðustu leiktíðar.
- Bjarki Már Elísson lék í gærkvöld sinn 100. A-landsleik og Arnar Freyr Arnarsson sinn 80. landsleik þegar íslenska landsliðið steinlá fyrir Tékkum, 22:17, í Brno í Tékklandi í undankeppni EM í handknattleik.
- Auglýsing -