- Auglýsing -
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið saman myndskeið með fimm bestu mörkunum sem skoruð voru í riðlakeppni Meistaradeildar karla á keppnistímabilinu.
Riðlakeppninni lauk á dögunum. Orri Freyr Þorkelsson hornamaður Noregsmeistara Elverum skoraði eitt markanna fimm í heimaleik við franska liðið Nantes.
Myndskeið með mörkunum fimm er hér fyrir neðan. Fallegasta eða óvenjulegasta markið skoraði Frakkinn Dylan Nahi leikmaður pólsku meistaranna Kielce.
Orri Freyr er á öðru keppnistímabili með Elverum og hefur leikið bæði tímabilin í Meistaradeildinni. Elverum er því miður úr leik eftir riðlakeppnina sem lauk á dögunum. Fyrsta umferð útsláttarkeppninnar hefst í næstu viku.
- Auglýsing -