- Auglýsing -
„Mér fannst við vera betri í leiknum og hreinleg hundfúlt að tapa leiknum vegna þess að við vorum komnir með góða stöðu á tímabili, tveggja marka forskot en þá klikkuðum við á opnum færum og hleyptum Frökkum yfir,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður sem stóð í ströngu í íslensku sókninni gegn Frökkum í tveggja marka tapi, 28:26.
„Við lékum okkur í færi nærri því hverri sókn í leiknum. Flæðið á boltanum var mjög gott. En því miður þá tapaðist leikurinn á örfáaum atriðum. Heilt yfir fannst mér við vera frábærir á öllum sviðum leiksins að þessu sinni,“ sagði Gísli Þorgeir.
„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu fyrir spilamennskuna í kvöld. Við sýndum að við erum á meðal þeirra bestu. Þótt við höfum tapað þremur leikjum þá vorum við svo nálægt að vinna þá alla. Það kemur að því að hlutirnir falli með okkur,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við handbolta.is í Kaíró í kvöld.
- Auglýsing -