- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss skellti meisturunum og tyllti sér í þriðja sætið

Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss og Vilius Rasmias markvörður mæta til leiks í kvöld. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Selfoss varð í kvöld annað liðið til þess að vinna Íslandsmeistara Vals í Olísdeildinni á keppnistímabilinu. Selfoss lagði Val með tveggja marka mun, 33:31, í Sethöllinni á Selfossi í upphafsleik 19. umferðar deildarinnar. Sigurinn var afar sannfærandi. Selfossliðið var með yfirhöndina frá upphafi og hafði sjö marka forskot, 32:25, þegar skammt var til leiksloka.


Með sigrinum fór Selfossliðið upp úr sjöunda sæti og upp í það þriðja og hefur 23 stig eftir 19 leiki, er stigi á eftir FH sem er í öðru sæti og á leik til góða við Hörð. Valur er lang efstur í deildinni með 33 stig og hefur fyrir nokkru tryggt sér deildarmeistaratitilinn.


Sem fyrr segir voru Selfyssingar með yfirhöndina frá upphafi til enda. Forskot þeirra var sex mörk þegar fyrri hálfleikur var að baki, 21:16. Vörn og markvarsla var ekki sannfærandi hjá Valsliðinu í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður var fjarverandi en hann hefur glímt við meiðsli og þarf þar af leiðandi að safna kröftum fyrir viðureignina gegn Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á þriðjudaginn.

Jón Þórarinn Þorsteinsson átti stórleik í marki Selfoss og varð 18 skot, þar af tvö vítaköst, 37%. Hann kórónaði frammistöðu sína með því að skora eitt mark að auki.


Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Ísak Gústafsson 4, Gunnar Kári Bragason 4, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Hannes Höskuldsson 2, Ragnar Jóhannsson 1, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1, Sölvi Svavarsson 1, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Karolis Stropus 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 18/2, 36,7%.

Mörk Vals: Stiven Tobar Valencia 4, Jóel Bernburg 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Arnór Snær Óskarsson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 1.
Varin skot: Sakai Motoki 12/1, 27,9%.

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -