- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Ísak Gústafsson hefur ákveðið að kveðja lið Selfoss eftir keppnistímabilið og ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Val. Þar kemur ennfremur fram að Ísak hafi ritað undir þriggja ára samning við Val.
Ísak er örvhent skytta sem hefur leikið með meistaraflokki Selfoss undanfarin ár og einnig átta sæti í yngri landsliðum Íslands. Síðasta var Ísak með U20 ára landsliði Íslands á EM í Porto á síðasta sumri. Hann hefur þegar skorað 96 mörk með Selfoss í Olísdeildinni í vetur.
- Auglýsing -