- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH vann á Ísafirði og Fram lagði ÍBV í Eyjum

Jóhannes Berg Andrason mætti til leiks í dag eftir meiðsli og tók þátt í sigurleik FH á Ísafirði. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH náði tveggja stiga forskoti í öðru sæti Olísdeildar karla í handknattleik í dag með öruggum sigri á botnliði Harðar, 40:30, í viðureign liðanna í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði.

Á svipuðum tíma tapaði ÍBV fyrir Fram í Vestmannaeyjum með þriggja marka mun, 27:24. FH-ingar hafa þar með 26 stig í öðru sæti deildarinnar eftir 19 leiki en ÍBV 24 stig. Fram rauk upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða með sigrinum góða í Eyjum. Framarar eru með 23 stig eins og Afturelding og Selfoss.

Staðan í Olísdeild karla


FH var með frumkvæðið í fyrri hálfleik á Ísafirði. Staðan í hálfleik, 16:13, FH í hag. Hafnarfjarðarliðið tók hinsvegar öll völd í siðari hálfleik og var komið með 10 marka forskot eftir um tíu mínútur. Mestur varð munurinn 13 mörk í síðari hálfleik.
Fram skoraði þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik í Vestmannaeyjum og átti þess kost að bæta einu við áður en hálfleikurinn var úti. Pavel Miskevich sá til þess þegar hann varði vítakast Breka Dagssonar eftir að leiktíminn var úti. Staðan var 13:13, í hálfleik.


Um var að ræða hörkuleik áfram í síðari hálfleik. Fram komst yfir en ÍBV jafnaði og náði yfirhöndinni, 23:22, þegar sex mínútur voru til leiksloka. Flest fór í skrúfuna hjá ÍBV á lokakaflanum. Framliðið nýtti sér það til sigurs.

Staðan í Olísdeild karla eftir 19 umferðir.

Hörður – FH 30:40 (13:16).
Mörk Harðar: Jón Ómar Gíslason 6, Jhonatan Santos 6, Leó Renaud-David 4, Alexander Tatarintsev 3, Axel Sveinsson 3, José Esteves Neto 2, Guntis Pilpuks 2, Suguru Hikawa 1, Guilherme Andrade 1, Endijs Kusners 1, Victor Iturrino 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 9, Rolands Lebedevs 8.
Mörk FH: Einar Örn Sindrason 6, Jakob Martin Ásgeirsson 6, Jóhannes Berg Andrason 5, Ágúst Birgisson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Birgir Már Birgisson 4, Alexander Már Egan 3, Daníel Matthíasson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Atli Steinn Arnarson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Egill Magnússon 1,
Varin skot: Phil Döhler 14, Kristján Rafn Oddsson 2.


ÍBV – Fram 24:27 (13:13).
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 6/5, Arnór Viðarsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Dagur Arnarsson 3, Elmar Erlingsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Janus Dam Djurhuus 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Theodór Sigurbjörnsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 10/2, 35,7% – Petar Jokanovic 2, 18,2%.
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Arnar Snær Magnússon 5, Luka Vukicevic 3, Breki Dagsson 3, Reynir Þór Stefánsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Marko Coric 2.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 11, 32,4%.

Handbolti.is fylgdist með leikjum dagsins á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -