- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hollendingurinn fljúgandi tryggði meisturunum sigur

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar í þýska meistaraliðinu SC Magdeburg komust í kvöld upp að hlið THW Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þeir unnu Bergischer HC, 38:34, á heimavelli Bergischer. Magdeburg er með 40 stig eftir 25 leiki en Kiel á leik til góða.


Füchse Berlin er efst með 41 stig að loknum 25 leikjum. Berlínarliðið vann nauman sigur á Hannover-Burgdorf í hörkuleik, 33:32, á heimavelli Burgdorfliðsins. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem situr í sjötta sæti eins og sjá má í stöðutöflunni neðst í þessari grein.


Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í leiknum. Hollendingurinn Kay Smits var hinsvegar fljúgandi. Hann skoraði 14 mörk í 15 skotum fyrir Magdeburgliðið sem var marki undir að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Daninn Michael

Damgaard var næstur með 10 mörk. Elias Scholtes skoraði níu mörk fyrir Bergischer. Arnór Þór Gunnarsson var ekki á meðal markaskorara Bergischer.


Flensburg vann Leipzig, 30:27, á heimavelli í kvöld. Þetta var þriðja tap Leipzigliðsins í röð. Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Flensburg sem nú er komið í hörkukeppni um meistaratitilinn. Flensburg er með 39 stig, er aðeins tveimur stigum á eftir Füchse Berlin.


Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig. Viggó Kristjánsson er á sjúkralista.


Án þjálfara þá vann Wetzlar liðsmenn Göppingen, 28:26, í EWS Arena í Göppingen. Sigurinn er liðinu mikilvægur í harðri baráttu við að forðast fall úr deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -