Fyrri hluti umspils um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð hefst í kvöld með tveimur leikjum sem fram fara í Dalhúsum í Grafarvogi kl. 18 og í Safamýri þar sem Víkingar hafa hreiðrað um sig síðasta árið. Leikurinn byrjar klukkan 19.30.
Annarsvegar mætast Fjölnir og Þór og hinsvegar Víkingur og Kórdrengir. Síðastnefnda liðið tapaði 17 af 18 leikjum sínum í Grill 66-deildinni í vetur en sleppur inn í umspilið vegna þess að svo fá hefðbundin félög eiga þar sæti.
Víkingur, sem hafnaði í öðru sæti Grill 66-deildar karla, vann báðar viðureignir liðanna í vetur, 29:25 í október á Ásvöllum, og með 13 marka mun, 36:23, í Safamýri snemma í febrúar.
Þórsarar sækja Fjölnismenn í heim. Viðureignir liðanna í Grill 66-deildinni í vetur voru jafnir. Fjölnir vann leikinn í Höllinni á Akureyri, 29:27, síðla í september. Jafntefli varð niðurstaðan, 24:24, í Dalhúsum 16. desember. Talsverðar breyting hefur orðið á leikmannahópi Þórs síðan leikirnir fóru fram.
Næstu leikir fara fram mánudaginn á Akureyri og í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja verða þeir fimmtudaginn 20. apríl, sumardaginn fyrsta.
Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit umspilsins.
Umspil um sæti í Olísdeild karla, 1. umferð, 1. leikir:
Dalhús: Fjölnir – Þór Ak, kl. 18.
Safamýri: Víkingur – Kórdrengir, kl. 19.30.