Sænski markvörðurinn Andreas Palicka átti frábæran leik þegar Svíar unnu Frakka í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Kaíró. Hann varði jafnt og þétt allan leikinn meðan starfsbræður hans í franska markinu virtust aðeins vera með til málamynda.
Ein varsla, hins 34 ára gamla markvarðar sem leikur með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, í leiknum í gær hefur vakið meiri athygli en allar hinar enda er hún hreinlega ótrúleg. Talað hefur verið um hana sem bestu tilþrif heimsmeistaramótsins 2021. Palicka lá lengi eftir og velti fyrir hvort honum hafi virkilega tekist það sem hann gerði.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, átti nærri því eins ótrúlega vörslu í leiknum við Sviss á HM eins og rakið er hér fyrir neðan. En fyrst eru það mögnuð tilþrif Svíans Palicka.
Í leik Íslands og Sviss á HM þá átti Björgvin Páll Gústavsson ekki ósvipuð tilþrif þegar hann í fyrri hálfleik varð skot með fætinu í höfuðhæð frá hornamanni svissneska landsliðsins úr opnu færi eins og ljósmyndari EPA náði að fanga á myndavél sína. Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson trúa vart sínum eigin augum.