Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik hafa valið fjölmennan hóp leikmanna sem skal koma saman til æfinga frá 19. til 21. maí. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu.
Fljótlega eftir æfingarnar verður valinn fámennarri hópur leikmanna sem mun búa sig undir þátttöku á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða sem fram fer í Króatíu frá 2. til 13. ágúst í sumar.
Æfingahópurinn sem kemur saman eftir hálfan mánuð er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Andri Clausen, FH.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Daði Bergmann Gunnarsson, Stjörnunni.
Daníel Reynisson, Fram.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Gunnar Kári Bragason, Selfossi.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Haukur Ingi Hauksson, HK.
Heiðar Rytis Guðmundsson, Stjörnunni.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Kristján Helgi Tómasson, Stjörnunni.
Kristján Rafn Oddsson, FH.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukum.
Sæþór Atlason, Selfossi.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Þráinn Leó Þórisson, Hammarby.
Össur Haraldsson, Haukum.