- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafa einokað meistaratitilinn í 31 ár

Slavko Goluža er sem stendur þjálfari PPD Zagreb. Mynd/EPA
- Auglýsing -

PPD Zagreb varð í gær króatískur meistari í handknattleik karla eftir sigur á RK Nexe, 28:27, í hörkuleik á heimavelli Nexe í fjórðu viðureign liðanna um meistaratitilinnn.

Þetta væri e.t.v. ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta er 31. árið í röð sem PPD Zagreb vinnur meistaratitilinn í Króatíu eftir að Júgóslavía skiptist upp í nokkur sjálfstæð ríki í upphafi síðasta áratugar síðustu aldar. Allt frá því að byrjað var að keppa um meistaratitilinn í handknattleik karla keppnistímabilið 1991/1992 hefur lið sama félags unnið í hvert og einasta skipti.

Andstæðingarnir eru skiljanlega orðnir langeygir eftir að hreppa meistaratitilinn. Forráðamenn RK Nexe hafa þó reynt eins rjúpan við staurinnn síðustu árin við að koma saman liði sem gæti lagt stein í götu PPD Zagreb.

Þrátt fyrir afbragðsgóðan árangur þá hefur talsvert los verið á þjálfurum. Á undanförnum 10 árum hefur fimmtán sinnum verið skipt um þjálfara. Núverandi þjálfari Slavko Goluža tók við undir lok síðasta árs.

28 af 30 mögulegum í bikarnum

Framundan er úrslitaleikur bikarkeppninnar síðar í þessum mánuði. PPD Zagreb leikur að vanda til úrslita og getur orðið bikarmeistari í 29. sinn. Svo óheppilega vildi til hjá PPD Zagreb að liðinu tókst ekki að vinna bikarinn 2001 og 2002. Annars hefur hann fallið liði félagsins í skaut öll árin frá 1992.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -