- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sögulegur árangur hjá Guðmundi Þórði

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia Håndboldklub. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson náði í gær sögulegum árangri með Fredericia Håndboldklub þegar liðið vann sér sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Liðin eru 43 ár síðan lið á vegum Fredericia Håndboldklub átti síðast möguleika á að leika til verðlauna í efstu deild danska karlahandknattleiksins.

Fredericia Håndboldklub mætir Aalborg Håndbold í Álaborg í undanúrslitum. Fyrri leikurinn verður í Álaborg á sunnudaginn. Síðari viðureignin fer fram í Fredericia þremur dögum síðar, annan miðvikudag. Sigurliðið mætir annað hvort GOG eða Skjern í úrslitum um danska meistaratitilinn. Tapliðin leika um bronsverðlaunin.

Níu stig af 12 mögulegum

Lið Fredericia Håndboldklub hafnaði í sjöunda sæti í deildarkeppninni en kom sá og sigraði í riðlakeppni átta liða úrslita. Liðið vann fjóra leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik og var ásamt Skjern það lið sem vann flest stig í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -