- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einn í bann – hávær gæslumaður sleppur með tiltal

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Hinn þrautreyndi leikmaður Aftureldingar, Þrándur Gíslason Roth, var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í gær en úrskurðurinn var birtur í dag. Þrándur verður gjaldgengur með Aftureldingu í kvöld þegar Afturelding tekur á móti Haukum í Olísdeildinni að Varmá klukkan 18 vegna þess að úrskurðir aganefndar taka ekki gildi fyrr en á fimmtudögum. Þrándur tekur út bannið á mánudaginn þegar Afturelding og FH mætast.


Mál annarra leikmanna sem komu inn á borð voru afgreidd án leikbanna.

Aganefnd hélt áfram að fjalla um atvik sem kom upp í viðureign KA/Þórs og HK í Olísdeild kvenna á dögunum en fyrst var það tekið fyrir á fundi aganefndar í síðustu viku og kom fram í frétt handbolta.is á dögunum.

Sneri málið að háværum gæslumanni á leiknum sem fram fór í KA-heimilinu. Hafði gæslumaðurinn uppi háværar athugasemdir vegna dómgæslu leiksins. Eftir að hafa farið yfir umsögn frá dómurum og KA/Þór er það mat aganefndar að framkoma gæslumannsins teljist ekki vera vítaverða eða hættulega en fremur óheppilega. Þess vegna slapp KA/Þór við að sekt vegna uppákomunnar. Hinsvegar telur nefndin „að félagið brýni fyrir gæslumönnum hlutverk sitt á leikjum félagsins.“

Úrskurður aganefndar frá 2. febrúar 2021:

  • Þrándur Gíslason Roth leikmaður UMFA hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA og UMFA í Olís deild karla þann 30.1.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:6 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Jónína Hlín Hansdóttir leikmaður Fram hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik KA/Þór og Fram í Olísdeild kvenna þann 1.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Eyþór Vestmann leikmaður ÍR hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Gróttu og ÍR í Olísdeild karla þann 1.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Í skýrslu dómara eftir leik KA/Þórs og HK í Olís deild kvenna þann 19.1.2021. kemur fram að gæslumaður leiks hafi haft uppi hávær mótmæli gagnvart dómurum leiks sem hafi haft þær afleiðingar að umræddum aðila hafi verið vísað úr húsi.
    Í samræmi við 4. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál var KA/Þór gefinn kostur á að skila inn umsögn vegna málsins. Samkvæmt 17. gr. fyrrnefndrar reglugerðar er aganefnd heimilt að sekta félög ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart m.a. dómurum leiks.
    Þegar litið er til atvika þessa máls í heild sinni er að mati aganefndar ekki unnt að telja umrædda háttsemi, þ.e. að hafa uppi mótmæli gagnvart dómurum leiksins, vítaverða eða hættulega, þó óheppilegt verði að telja að gæslumenn liða séu að hafa skoðun á störfum dómara leiksins.
    Af þeirri ástæðu er að mati nefndarinnar ekki tilefni til að láta félagið sæta viðurlögum í þessu máli en lögð á það áhersla að félagið brýni fyrir gæslumönnum hlutverk sitt á leikjum félagsins.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -