- Auglýsing -
- Anna María Aðalsteinsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR um tvö ár. Anna María, sem spilar í stöðu línumanns, lék stórt hlutverk í varnarleik liðsins í vetur. Hún er uppalinn ÍR-ingur en hún kemur úr yngri flokka starfi félagsins.
- Serbneska liðið Vojvodina vann norska liðið Nærbø, 30:23, í fyrri úrslitaleik liðanna í Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla í gær. Leikið var í Novi Sad í Serbíu. Síðari viðureign liðanna fer fram í Stafangri í Noregi á laugardaginn. Nærbø vann keppnina á síðasta ári og þarf svo sannarlega að sýna sparihliðarnar í síðari leiknum til þess að fagna sigri annað árið í röð. Evrópubikarkeppnin hét áður Áskorendakeppni Evrópu og náðu Valur og ÍBV í undanúrslit 2017 og 2018.
- Norska handknattleikskonan Henny Reistad var valin handknattleikskona ársins 2022 í árlegu vali sem vefsíðan handball-planet stóð fyrir á meðal lesanda sinna.
- Sävehof varð sænskur meistari í handknattleik kvenna annað árið í röð í gær eftir að hafa unnið H65 Höör í þriðja sinn í úrslitum, 26:25, sem fram fór í Höör. Sävehof vann þrjá leiki röð eftir að H 65 Höör vann óvænt fyrsta leikinn. Alls hefur Sävehof unnið sænska meistaratitilinn í sextán skipti.

Trending
- Auglýsing -