- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Schwalb hættir, Íslendingur orðaður við starfið, Bitter flytur og Mörk heldur áfram

Martin Schwalb hefur ákveðið að semja ekki aftur Rhein-Neckar Löwen þegar samningur hans rennur út í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Martin Schwalb heldur ekki áfram að þjálfar Rhein-Neckar Löwen eftir að yfirstandandi tímabili lýkur. Hann hefur tilkynnt stjórn félagsins ákvörðun sína. Schwalb tók við þjálfun Löwen í febrúar á síðasta ári í framhaldi af því að Kristján Andrésson var leystur frá störfum. Fjölskylda Schwalb  býr enn í Hamborg. Schwalb segist hafa fengið nóg af fjarveru frá henni. Ekki liggur fyrir hver tekur við þjálfun Löwen. Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður, er leikmaður Löwen.
  • Dagblaðið Mannheimer Morgen orðar fjóra þjálfara við starfið í gærkvöld. Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans er einn þeirra. Hinir eru Christian Berge landsliðsþjálfari Noregs, Ljubomir Vranjes landsliðsþjálfari Slóveníu og Sebastian Hinze, þjálfari Bergsicher HC.
  • Jonas Truchanovicius handknattleiksmaður frá Litháen sem leikur nú með Montpellier í Frakklandi hefur samið við úkraínska meistaraliðið Motor Zaporozhye. Samningurinn tekur gildi í sumar. Savukynas Gintaras, sem lék með Aftureldingu og fleiri liðum hér á landi þjálfar Motor-liðið og hefur sér til halds og trausts Roland Eradze. 
  • Johannes Bitter, landsliðsmarkvörður Þýskalands, yfirgefur Stuttgart í sumar eftir fimm og hálft ár hjá félaginu. Ekki hefur verið greint frá því hvert „Jogi” Bitter fer en hans gamla lið, HSV Hamburg hefur verið nefnt til sögunnar og líka Barcelona. Spænska meistaraliðið leitar að manni til þess að hlaupa í skarðið fyrir Danann Kevin Möller er gengur til liðs við Flensburg í sumar. Forráðamenn Barcelona höfðu uppi áform um að kaupa Danann Emil Nielsen undan samning hjá Nantes til að koma í stað Möllers. Hætt var við þau áform undir lok síðasta ár vegna bágrar fjárhagsstöðu Barcelona. 
  • Norska handknattleikskonan Nora Mørk hefur framlengt samning sinn við Vipers Kristiansand til eins árs fram á mitt ár 2022. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -